Afborganir lána 40% tekna

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. Kristinn Ingvarsson

Greiðslur ríkisins af lánum á næsta ári munu nema um 40% af tekjum ef miðað er við tekjuáætlun fjármálaráðneytisins eins og hún liggur fyrir.

Sé litið til gagna um endurgreiðsluferil erlendra lána sem Seðlabanki Íslands birti viðskiptanefnd Alþingis fyrir stuttu, og við bætt greiðslum vegna innlendra skuldbindinga, má lesa úr því að greiðslur af skuldum munu vega þungt í útgjöldum ríkisins á næstu árum að óbreyttu.

Á árinu 2011 munu greiðslur af skuldum nema tæplega 60%, og er þá gert ráð fyrir 2% tekjuaukningu ríkissjóðs frá árinu áður miðað við tekjuáætlun fjármálaráðuneytis.

Jón Daníelsson, dósent í fjármálum við London School of Economics, segir að skuldastaða íslenska ríkisins sé með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli.

Sjá nánar um skuldabyrði þjóðarbúsins og samtal við Jón í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka