Barn datt á milli hæða

Frá Bíldudal.
Frá Bíldudal. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregla og sjúkralið var kallað í heimahús á Bíldudal milli kl. 17 og 18 á aðfangadag en þar hafði lítið barn dottið niður stiga á milli hæða og fengið slæmt höfuðhögg.

Mjög slæmt veður var á aðfangadag, mikil ofankoma og skafrenningur og vegurinn frá Patreksfirði til Bíldudals því kolófær. Þurfti því að kalla út moksturstæki frá Vegagerðinni til að fylgja lögreglu- og sjúkrabíl á vettvang.

Á tíunda tímanum um kvöldið var komið með barnið til Patreksfjarðar þar sem það var lagt inn á sjúkrahús til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka