Farþegar lágmarki handfarangur í flugi

Ferðamenn þurfa að takmarka handfarangur sem mest.
Ferðamenn þurfa að takmarka handfarangur sem mest. Reuters

Brýnt er fyrir farþegum sem ætla flugleiðina vestur um haf frá Keflavíkurflugvelli að hafa með sér eins lítið af handfarangri og kostur er til að lágmarka tafir við innritun.

Bandaríkjastjórn hefur hert vopnaleit á flugvöllum í kjölfar misheppnaðrar tilraunar Nígeríumannsins Umar Farouk Abdulmutallab til að sprengja upp flugvél á leið frá Amsterdam til Detroit.

Aðspurður hvernig farþegar á leið í Bandaríkjaflug verði varir við aukna leit á Keflavíkurflugvelli segir Friðþór Eydal, talsmaður vallarins, að þeir muni þurfa að fara í gegnum annað leitarhlið áður en þeir ganga um borð í flugvélina.

Þá verði handfarangur grandskoðaður við síðara hliðið áður en farþegum verði hleypt um borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert