Fjármálafyrirtæki verður óheimilt að gera starfslokasamning við framkvæmdastjóra eða annan lykilstarfsmann nema hagnaður hafi verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár starfstíma hans. Þetta er meðal ákvæða í nýju lagafrumvarpi, sem viðskiptaráðherra hefur lagt fram um fjármálafyrirtæki.
Frumvarpinu er ætlað að taka á ýmsum ákvæðum núgildandi laga um fjármálafyrirtæki sem talið er að hafi átt sinn þátt í fjármálahruninu sl. haust.
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem hafa það að markmiði að bæta innlent regluverk á sviði fjármálamarkaðar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegir erfiðleikar endurtaki sig.
Helstu breytingar og nýmæli frumvarpsins eru eftirfarandi: