Öll rök hníga að því að íslenska ríkið eigi ekki að veita ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingum Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum.
Þetta segir Magnús Ingi Erlingsson lögfræðingur í grein sem hann ritar blaðið í dag.
„Í nýju frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga sem er lögleiðing breytingartilskipunar Evrópusambandsins um sama efni, sem tók gildi 11. mars 2009 í Evrópusambandinu, er sérstaklega tekið fram að ekki sé gerð tillaga um að lántökur tryggingarsjóðsins njóti ríkisábyrgðar.
Í ljósi ágreinings Íslendinga, Breta og Hollendinga um ábyrgð samkvæmt tilskipuninni nokkrum mánuðum fyrir gildistöku hennar hefði mátt búast við að innistæðutryggingar nytu ríkisábyrgðar með skýrum og ótvíræðum hætti í breytingatilskipuninni. Svo er ekki og það bendir til hins gagnstæða. Væri slík skylda fólgin í tilskipuninni væri einnig skylt að lögleiða hana nú með breytingalögunum,“ segir Magnús m.a. í grein sinni. Hann er lögfræðingur hjá Seðlabankanum en skrifar greinina í eigin nafni.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.