Meginefnið liggur skýrt fyrir

Þingmenn ræða saman í þingsalnum í kvöld.
Þingmenn ræða saman í þingsalnum í kvöld. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði að meg­in­efni Ices­a­ve-máls­ins lægi skýrt fyr­ir og skjöl, sem bár­ust frá lög­fræðistof­unni Mis­hcon de Reya til fjár­laga­nefnd­ar í kvöld, breyttu engu um það.

„Sagn­fræðilega og póli­tískt kann að vera for­vitni­legt að velta því fyr­ir sér hver var samn­ings­staðan, hver var vígstaðan, hvað var við að eiga. En það breyt­ir ekki samn­ingsniður­stöðunni, sem Alþingi þarf að taka af­stöðu til og hef­ur þaul­rætt og ég sé ekki að menn bæti sig mikið í þeim efn­um með því að reyna enn einu sinni að þyrla upp moldviðri," sagði Stein­grím­ur.

Stein­grím­ur sagði, að svo­kölluð ný gögn, sem komið hafi frá lög­manns­stof­unni í kvöld, hafi legið hjá Mis­hcon de Reya en ekki verið í skjala­söfn­um ís­lenskra stjórn­valda. Þá væri lík­legt, að obb­inn af þeim gögn­um, sem lög­manns­stof­an segðist geta sent til viðbót­ar, væru frá því í októ­ber og nóv­em­ber á síðasta ári.

Stein­grím­ur sagði, að  Mis­hcon de Reya hefði unnið fyr­ir ís­lensk stjórn­völd haustið 2008 og síðan aft­ur í stutt­an tíma í mars á þessu ári til að vinna að ein­um af­mörkuðum þætti máls­ins: til­lög­um um  hvernig nýta mætti eign­ir Lands­bank­ans í upp­gjör á Ices­a­ve-reikn­ing­um.

„Það  var keypt af henni vinna og hún var ekki bein­lín­is ókeyps; ætli það hafi ekki kostað 90 þúsund pund (18 millj­ón­ir króna) í þeim efn­um ofan í 200 millj­ón­irn­ar sem álitið frá (lög­fræðistof­unni) Lovells kostaði," sagði Stein­grím­ur og bætti við að eft­ir þetta hefði lög­fræðistof­an Ashurst aðallega verið ís­lensk­um stjórn­völd­um til ráðgjaf­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert