Önnur tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu

Þingmenn ræða nú um Icesave-frumvarpið.
Þingmenn ræða nú um Icesave-frumvarpið. mbl.is/Kristinn

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Hreyf­ing­ar­inn­ar hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um að fram fari óbind­andi þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort veita eigi rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-skuld­bind­inga ís­lenska rík­is­ins.

Þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins lagði í gær­kvöldi fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar, sem þing­menn eru nú að fjalla um.  Sú til­laga gerði ráð fyr­ir því, að rík­is­ábyrgð sam­kvæmt vænt­an­leg­um lög­um tæki ekki gildi nema hún yrði samþykkt í  þjóðar­at­kvæðagreiðslu. 

Sam­kvæmt þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, sem Hösk­uld­ur Þór­halls­son er fyrsti flutn­ings­maður að, á að spyrja þjóðina eft­ir­far­andi spurn­ing­ar: „Á Alþingi Íslend­inga að samþykkja breyt­ing­ar á rík­is­ábyrgð á skuld­bind­ing­um Lands­banka Íslands hf. vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna, sbr. frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um nr. 96/​2009?

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir, að ljóst sé að úr­slit þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar yrðu ekki bind­andi í sjálfu sér. „Þó má telja að Alþingi og rík­is­stjórn­in mundu í kjöl­farið lúta niður­stöðu henn­ar, eins og títt er í ná­granna­lönd­um okk­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslur sem ekki eru bind­andi fyr­ir stjórn­völd. Lagt er til að at­kvæðagreiðslan fari fram eins fljótt og auðið er og í sam­ræmi við frum­varp til laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslur sem nú er til um­fjöll­un­ar hjá alls­herj­ar­nefnd þings­ins."

Þings­álykt­un­ar­til­laga Fram­sókn­ar­flokks og Hreyf­ing­ar

Breyt­ing­ar­til­laga Pét­urs H. Blön­dal

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert