Rómantíkin blómstrar yfir jólahátíðirnar , ekki aðeins hjá mannfólkinu heldur einnig hjá jarmandi ferfætlingum. Reykvískar kindur eru meðal þeirra sem eru í ástarbríma um þessar mundir.
Um tólf sauðfjárbændur eru innan borgarmarkanna sem halda fé í Fjárborgum, en um 300 fjár eru á höfuðborgarsvæðinu öllu. Um þessar mundir eru tilhleypingar í algleymingi þegar hrútum er hleypt á blæsma ær til að tryggja endurnýjun búsmalans.
Reykvísku fjárbændurnir halda líka úti eigin félagi, það er Fjáreigendafélagi Reykjavíkur.