Sjómenn fái dagpeninga

Sjómannadeild AFLs starfsgreinafélags krefst þess, að nýsett lög um afnám sjómannaafskáttar  verði afturkölluð eða að sjómenn fái í hans stað dagpeninga líkt og aðrar stéttir sem stunda vinnu fjarri heimili.

Í ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi sjómannadeildarinnar í gærkvöldi eru  stjórnvöld átalin fyrir lagabreytingar á skattaumhverfi sjómanna án þess að tekið sé tillit til sögu sjómannaafsláttarins.

Þá skoraði fundurinn á útvegsmenn að standa með sjómönnum í þessum efnum og minnti á, að sjómenn þurfi einir stétta að greiða fyrir eldsneyti á sínum vinnustað með þátttöku í olíukostnaði útgerðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert