Fréttaskýring: Spara mætti 1.700 milljónir

Starfsemi sjúkrahúsanna á suðvesturhorni landsins er mismunandi og miklir möguleikar …
Starfsemi sjúkrahúsanna á suðvesturhorni landsins er mismunandi og miklir möguleikar taldir á frekara samstarfi eða flutningi verkefna á milli stofnana. Ávinningurinn er metinn í milljörðum króna. Ásdís Ásgeirsdóttir

Með flutningi ákveðinna verkefna á milli Kragasjúkrahúsanna svonefndu og Landspítalans mætti spara árlega um 1.700 milljónir.

Um er er að ræða flutning á öllum skurðlækningum og fæðingar- og kvensjúkdómaþjónustu frá Kragasjúkrahúsunum til Landspítalans og einnig flutning á hluta legusjúklinga eftir bráðaaðgerðir á Landspítalanum til Kragasjúkrahúsanna. Með flutningi fleiri verkefna mætti ná fram enn meiri ábata í krónum talið, eins og varðandi meltingarrannsóknir, grindarbotnsmeðferð, rannsóknir og samvinnu um rekstrarverkefni.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra skipaði fljótlega eftir að hún tók við af Ögmundi Jónassyni í haust. Megintilefnið var önnur skýrsla sem starfshópur, undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur forstjóra Landspítalans, hafði skilað til ráðherra í lok september sl. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að aðgerðum til endurskipulagningar á þjónustu Kragasjúkrahúsanna, sem eru Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (HSu), Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) og St. Jósefsspítali-Sólvangur í Hafnarfirði. Í þeirri skýrslu var t.d. ekki mælt með flötum niðurskurði og í Morgunblaðinu var haft eftir Huldu að slíkur niðurskurður væri beinlínis hættulegur.

Starfshópnum, sem Álfheiður skipaði í kjölfarið, var ætlað að fara yfir gögn um starfsemi og rekstur þessara sjúkrastofnana og greina ábatann af þremur helstu tillögum Huldu og félaga, þ.e. að endurskipuleggja þjónustu í skurðlækningum, fæðingar- og kvensjúkdómaþjónustu og seinni hluta sjúkrahúsmeðferðar. Í heilbrigðisráðuneytinu er litið svo á að engar tillögur séu gerðar í skýrslunni í sjálfu sér, heldur sé hún fyrst og fremst greining á kostnaði og ábata, miðað við tilteknar gefnar forsendur eins og það er orðað.

Mikill munur á stofnunum

Margt fleira forvitnilegt er í skýrslunni, eins og kostnaður við aðkeypta sérfræðiþjónustu og upplýsingar um fjölda fæðinga á hverja ljósmóður og nýtingu skurðstofa. Eru þær tölur mjög mismunandi eftir sjúkrastofnunum. Þannig nam aðkeypt klínísk sérfræðiþjónusta 216 milljónum kr. á St. Jósefsspítala árið 2008 en sami kostnaður á LSH nam 21 milljón. Fjöldi fæðinga á hverja ljósmóður var um 28 á HSu, en nærri 50 fæðingar á hverja ljósmóður á LSH. Þá var nýting á skurðstofu HSu 22%, en 44-85% á öðrum sjúkrahúsum. Einnig er athyglisvert að í fyrra fæddu 40% fæðingarkvenna af Suðurlandi á LSH á meðan sama hlutfall var 28-29% hjá konum af Suðurnesjum og Vesturlandi.

  • 442 milljóna kr. ábati af flutningi fæðingar- og kvensjúkd.þjónustu af Kragasjúkrahúsum á LSH.
  • 453 milljóna kr. ábati af flutningi 30% legusjúklinga af LSH á Kragasjúkrahúsin eftir bráðaþjónustu.
  • 835 milljóna kr. ábati af flutningi allra skurðlækninga af Kragasjúkrahúsum á Landspítalann.
  • 216 milljónir kr. fyrir aðkeypta klíníska sérfræðiþjónustu á St. Jósefsspítala 2008.
  • 21 milljón kr. fyrir aðkeypta klíníska sérfræðiþjónustu á Landspítalanum 2008.

Verkfæri til ákvarðanatöku

Bara önnur hliðin á peningnum

Getum bætt við verkefnum

Stórskerða á þjónustuna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert