Yfirlækni sagt upp störfum

Eskifjörður. Hólmatindur er í baksýn.
Eskifjörður. Hólmatindur er í baksýn. www.mats.is

Hannesi Sigmarssyni hefur verið sagt upp störfum sem yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar á Eskifirði. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, staðfestir það.

Hannesi var vikið tímabundið frá störfum 12. febrúar sl. vegna gruns um að hann hefði ofreiknað sér laun. Málið var kært til lögreglu en embætti ríkissaksóknara vísaði málinu frá þannig að ekki var ákært í því.

Hannes hefur ekki komið aftur til starfa og fékk uppsagnarbréf í morgun. Einar Karl vill ekki rekja ástæður uppsagnarinnar, segir að þær séu nokkrar og flestar komið fram í umræðunni að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert