Afþökkuðu frekari tölvupósta

Guðbjartur Hannesson í ræðustól á Alþingi í dag
Guðbjartur Hannesson í ræðustól á Alþingi í dag mbl.is/Kristinn

Starfsmaður Alþingis sendi tölvupóst til bresku lögfræðistofunnar Mishcon de Reya klukkan 14:25 í dag þar sem tekið er fram að eftir samtal við forseta Alþingis sé staðfest, að ekki sé þörf á frekari tölvupóstum frá stofunni.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar þingsins, sagði á Alþingi í dag, að hann hefði sagt stopp þegar í ljós kom að gögn sem voru að berast frá Mishcon de Reya hafi að stórum hluta verið frá þriðja aðila. 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og einn af varaforsetum þingsins, sagði í Icesave-umræðunni á sjötta tímanum í dag að ef þvinga ætti í gegn atkvæðagreiðslu um málið án þess að þingmenn hafi fengið tækifæri til að kynna sér tölvupósta og bréf sem hafa verið að berast frá lögfræðistofunni í dag.

„Það er gróf íhlutun af hálfu forseta Alþingis, að leyfa sér að senda þann póst, sem sendur er þar sem sagt er að það eigi ekki að framsenda fleiri pósta frá þessari lögmannsstofu í Bretlandi," sagði Ragnheiður. Sagðist hún óska eftir því að kallaður verði saman fundur í forsætisnefnd til að ræða þetta því þetta væri gróf íhlutun í rétt þingmanna og upplýsingaöflun. Það gæti ekki verið í verkahring forseta Alþingis að ganga þannig fram fyrir skjöldu og meina þingmönnum að fá upplýsingar sem þeir óska eftir í þessu mikilvæga máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert