Heritable Bank var með tryggasta lánasafn Landsbankasamstæðunnar sem samanstóð aðallega af fasteignalánum og sambankalánum.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru eignir breska bankans nú, rúmlega ári eftir að bresk yfirvöld tóku hann yfir, um þrjú hundruð milljónum punda meiri en skuldir, eða ríflega 60 milljörðum króna.
Því má heita öruggt að allar kröfur á hendur bankanum verði greiddar að fullu. Hann var að mestu fjármagnaður með innstæðum, en einnig með eiginfjárframlagi Landsbankans.
Þrotabú Landsbankans á 280-300 milljarða króna kröfu á hendur Heritable og miðað við eigna- og skuldastöðu bankans mun sú krafa verða greidd og þar með ganga upp í svokallaða Icesave-skuld.
Sjá nánar um stöðu Heritable í Morgunblaðinu í dag.