E24: Joly leysir gátuna

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins mbl.is/Golli

Hvað var það sem gerðist á Íslandi spyr norska vef­ritið E24 og seg­ir að það sé í hönd­um Evu Joly að upp­lýsa þar um en hún hafi verið óþreyt­andi í bar­átt­unni við að upp­lýsa um efna­hags­brot. Hún seg­ir um­fang krepp­unn­ar gríðarlegt og það sé þeirra hlut­verk sem koma að rann­sókn­inni að finna út hvort lög hafi verið brot­in og hvað varð um alla pen­ing­ana.

Joly fjall­ar í viðtal­inu um starf sitt og Ólafs Hauks­son­ar, sér­staks sak­sókn­ara og seg­ir að rann­sókn­in á Íslandi sem mun meiri að um­fangi held­ur en Elf-rann­sókn­in í Frakklandi á sín­um tíma.

Sjá viðtalið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert