Hvað var það sem gerðist á Íslandi spyr norska vefritið E24 og segir að það sé í höndum Evu Joly að upplýsa þar um en hún hafi verið óþreytandi í baráttunni við að upplýsa um efnahagsbrot. Hún segir umfang kreppunnar gríðarlegt og það sé þeirra hlutverk sem koma að rannsókninni að finna út hvort lög hafi verið brotin og hvað varð um alla peningana.
Joly fjallar í viðtalinu um starf sitt og Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara og segir að rannsóknin á Íslandi sem mun meiri að umfangi heldur en Elf-rannsóknin í Frakklandi á sínum tíma.