Ekki jafn fáir kaupsamningar í 29 ár

Kaupsamningar um fasteignir samkvæmt skrám Fasteignaskrár Íslands hafa ekki verið …
Kaupsamningar um fasteignir samkvæmt skrám Fasteignaskrár Íslands hafa ekki verið færri frá árinu 1980. mbl.is/Rax

Tæplega 3.700 kaupsamningum var þinglýst árið 2009 og námu heildarviðskipti með fasteignir tæpum 100 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var tæpar 27 milljónir króna.

Árið 2008 var veltan 182 milljarðar króna í rúmlega 6.200 kaupsamningum og meðalupphæð hvers samnings 29,1 milljón króna.  Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því minnkað um rúmlega 45% á milli ára og kaupsamningum fækkað um rúmlega 40%. 

Samkvæmt skrám Fasteignaskrár Íslands hafa kaupsamningar um fasteignir ekki verið færri frá árinu 1980.

Ekki jafn fáir á höfuðborgarsvæðinu í 30 ár

Sé litið til höfuðborgarsvæðisins stefnir heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga í rúmlega 70 milljarða króna, kaupsamningar verði tæplega 2.100 og meðalupphæð kaupsamnings verði um 34,5 milljónir króna. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2008 var rúmlega 113 milljarðar króna og voru kaupsamningar rúmlega 3.500. Meðalupphæð samninga árið 2007 var um 32 milljónir króna.  Síðan árið 1979 hafa ekki verið skráðir færri kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert