Formannskjör kostnaðarsöm

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á landsfundi Samfylkingarinnar 2005 þegar hún var …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á landsfundi Samfylkingarinnar 2005 þegar hún var kjörin formaður.

Kostnaður við for­manns­fram­boð Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur fyr­ir Sam­fylk­ing­una árið 2005 nam  tæp­um 5,4 millj­ón­um króna og við fram­boð Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar  tæp­lega 1,9 millj­ón­um króna. Þá kostaði for­manns­fram­boð Bjarna Bene­dikts­son­ar fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn fyrr á þessu ári rúm­lega 1,5 millj­ón­ir króna.

Þetta kem­ur fram á heimasíðu Rík­is­end­ur­skoðunar þar sem birt­ar eru upp­lýs­ing­ar um fjár­mál stjórn­mála­flokka og þátt­tak­enda í próf­kjör­um. Er þar birt­ur út­drátt­ur úr upp­gjöri þess­ara þriggja for­manns­fram­bjóðenda.

Ingi­björg Sól­rún, sem sigraði í for­manns­kjöri á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar 2005, fékk rúm­lega 1,8 millj­ón­ir í fram­lög frá lögaðilum og rúm­ar 2,3 millj­ón­ir frá ein­stak­ling­um. Önnur fram­lög en bein fjár­fam­lög eru met­in á tæp­lega 1,2 millj­ón­ir króna, þar á meðal 833 þúsunda króna fram­lag frá Gunn­ari Steini Páls­syni. 

Össur Skarp­héðins­son, sem tók þátt í for­manns­kjör­inu 2005, fékk 1,3 millj­ón­ir frá ein­stak­ling­um og 580 þúsund krón­ur frá lögaðilum.

Bjarni Bene­dikts­son fék 110 þúsund króna fram­lag frá lögaðilum og 970 þúsund krón­ur frá ein­stak­ling­um en eigið fram­lag hans vegna for­manns­kjörs­ins nam 455 þúsund krón­um. 

Upp­lýs­ing­ar um kostnað vegna for­manns­kjörs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert