Framsóknarflokkur fékk 95 milljónir frá fyrirtækjum

Fjárframlög til Framsóknarflokksins námu 182,2 milljónum króna árið 2006. Þar af var framlag frá ríkinu 55 milljónir og framlög frá fyrirtækjum 95,5 milljónir króna. Hæsta framlagið var frá KB banka, 11 milljónir, og Fons og Baugi, 8 milljónir frá hvoru fyrirtæki.

Þetta kemur fram á heimasíðu Ríkisendurskoðunar en þar eru birt yfirlit frá fimm stjórnmálaflokkum yfir fjárframlög á árunum 2002 til 2006.

Samkvæmt þessum yfirlitum fékk flokksskrifstofa Sjálfstæðisflokksins samtals  104,2 milljónir króna í styrki en ekki koma fram upplýsingar um þá sem veittu styrkina. Þar eru skráðir tveir styrkir upp á 30 milljónir króna.

Fjárframlög til Samfylkingarinnar námu 127,5 milljónum árið 2006 og þar af voru 102 milljónir frá fyrirtækjum. Hæsti styrkurinn var frá Kaupþingi, 11,5 milljónir króna. Styrkur frá Landsbanka nam 8,5 milljónum, Íslandsbanki veitti 5,5 milljóna styrk, Actavis 5,5 milljónir, FL Group, Dagsbrún og Baugur Group 5 milljónir. Ekki kemur fram hvað framlag frá ríkinu var hátt.

Fjárframlög til Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs námu 32 milljónum króna og þar af var framlag ríkisins 26,7 milljónir. Engin framlög frá fyrirtækjum eru skráð í bókhaldi flokksins.

Upplýsingar um framlög til Framsóknarflokksins

Upplýsingar um framlög til Reykjavíkurlistans

Upplýsingar um framlög til Samfylkingarinnar

Upplýsingar um framlög til Sjálfstæðisflokksins

Upplýsingar um framlög til Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert