Framsóknarflokkur fékk 95 milljónir frá fyrirtækjum

Fjár­fram­lög til Fram­sókn­ar­flokks­ins námu 182,2 millj­ón­um króna árið 2006. Þar af var fram­lag frá rík­inu 55 millj­ón­ir og fram­lög frá fyr­ir­tækj­um 95,5 millj­ón­ir króna. Hæsta fram­lagið var frá KB banka, 11 millj­ón­ir, og Fons og Baugi, 8 millj­ón­ir frá hvoru fyr­ir­tæki.

Þetta kem­ur fram á heimasíðu Rík­is­end­ur­skoðunar en þar eru birt yf­ir­lit frá fimm stjórn­mála­flokk­um yfir fjár­fram­lög á ár­un­um 2002 til 2006.

Sam­kvæmt þess­um yf­ir­lit­um fékk flokks­skrif­stofa Sjálf­stæðis­flokks­ins sam­tals  104,2 millj­ón­ir króna í styrki en ekki koma fram upp­lýs­ing­ar um þá sem veittu styrk­ina. Þar eru skráðir tveir styrk­ir upp á 30 millj­ón­ir króna.

Fjár­fram­lög til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar námu 127,5 millj­ón­um árið 2006 og þar af voru 102 millj­ón­ir frá fyr­ir­tækj­um. Hæsti styrk­ur­inn var frá Kaupþingi, 11,5 millj­ón­ir króna. Styrk­ur frá Lands­banka nam 8,5 millj­ón­um, Íslands­banki veitti 5,5 millj­óna styrk, Acta­vis 5,5 millj­ón­ir, FL Group, Dags­brún og Baug­ur Group 5 millj­ón­ir. Ekki kem­ur fram hvað fram­lag frá rík­inu var hátt.

Fjár­fram­lög til Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs námu 32 millj­ón­um króna og þar af var fram­lag rík­is­ins 26,7 millj­ón­ir. Eng­in fram­lög frá fyr­ir­tækj­um eru skráð í bók­haldi flokks­ins.

Upp­lýs­ing­ar um fram­lög til Fram­sókn­ar­flokks­ins

Upp­lýs­ing­ar um fram­lög til Reykja­vík­urlist­ans

Upp­lýs­ing­ar um fram­lög til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Upp­lýs­ing­ar um fram­lög til Sjálf­stæðis­flokks­ins

Upp­lýs­ing­ar um fram­lög til Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert