Guðbjarti misboðið

Guðbjartur Hannesson í ræðustól á Alþingi í dag
Guðbjartur Hannesson í ræðustól á Alþingi í dag mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fund­ur hófst á Alþingi klukk­an 15 í dag eft­ir að þing­fund­um hafði verið marg­frestað. Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, fór þá yfir at­b­urðarás­ina í Ices­a­ve-mál­inu frá því í gær þegar gögn fóru að ber­ast frá lög­fræðistof­unni Mis­hcon de Reya og sagði hann að sér væri mis­boðið eft­ir sam­skipti sín við lög­fræðistof­una.

„Klukk­an 21:12 í gær­kvöldi komu loka­skjöl­in, 25 skjöl, þar sem seg­ir að um sé að ræða loka­skjöl­in í mál­inu... Það var aug­ljóst að menn töldu að í bréfi, sem fylgdi með frá lög­fræðistof­unni, hafi verið ýjað að því að það væru fleiri gögn í mál­inu og það var niðurstaðan að í dag að það yrði hringt til Mis­hcon de Reya og reynt að kalla eft­ir því hvað þeir ættu við með þessu.

Það verður að segj­ast eins og er, að þetta hef­ur verið afar dap­ur­leg­ur fram­gangs­máli því þá kom í ljóst, að þótt menn væri að ýja að þessu í gögn­um þá hafði stof­an ekk­ert sér­stakt í huga.  Þegar við fór­um að kalla eft­ir þessu voru þeir til­bún­ir til að setj­ast við tölv­una og leita að skjöl­um fyr­ir Alþingi Íslend­inga. Þegar við fór­um að fá eitt og eitt skjal eft­ir klukku­tíma bið vegna þess að ekki var hægt að ná tölvu­sam­bandi, þá sagði ég stopp. Ég tek ekki þátt í þess­um leik," sagði Guðbjart­ur.

Hann sagði að meðal þeirra 25 skjala, sem komu í gær­kvöldi hefðu verið gögn úr breska þing­inu og frá lög­fræðistof­unni Lovells en ekk­ert, sem átti upp­runa hjá Mis­hcon de Reya.  „Ég verð að viður­kenna, að fram­gangs­mát­inn í þessu máli var með slík­um ein­dæm­um að mér var ger­sam­lega ofboðið," sagði Guðbjart­ur.  

Mik­il­væg gögn að ber­ast

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að það væri lenska hjá rík­is­stjórn­inni að gera lítið úr öll­um sem komi með at­huga­semd­ir eða ábend­ing­ar. Þá væri al­veg ljóst, að eft­ir að Guðbjart­ur sagði stopp og fór af fundi og nennti ekki að bíða leng­ur eft­ir tölvu­póst­um þá hefðu borist upp­lýs­ing­ar sem þing­menn yrðu að fá tíma til að fara yfir.  Um væri að ræða mat Mis­hcon de Reya á samn­ings­stöðu Íslands og hvernig hefði verið haldið á þeirri stöðu. 

Kristján Þór Júlí­us­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði óum­deilt, að feng­ist hefðu fyllri upp­lýs­ing­ar um málið þótt óvíst væri hvernig þær myndu gagn­ast. Kristján sagði, að þær upp­lýs­ing­ar leiði til þeirr­ar niður­stöðu að hægt hefði verið að vinna bet­ur að mál­inu en gert var. Einnig hefðu upp­lýs­ing­arn­ar leitt í ljós að ákveðin átök væru inni í ís­lenskri stjórn­sýslu.

Svavar ekki kallaður á fund

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að því hefði ekki enn verið svarað hvort það væri rétt eða rangt að ís­lensk­ur emb­ætt­ismaður hafi falið mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir ut­an­rík­is­ráðherra. Þá spurði Guðlaug­ur Þór hvort formaður fjár­laga­nefnd­ar ætlaði að láta emb­ætt­is­mann­inn kom­ast upp með að mæta ekki á fund nefnd­ar­inn­ar. 

Guðbjart­ur svaraði, að það hefði orðið niðurstaða nefnd­ar­inn­ar í nótt, að Svavar Gests­son yrði ekki boðaður á fund nefnd­ar­inn­ar held­ur yrði þess farið á leit að hann skilaði skrif­legu álit. Því hefði Svavar ekki neitað að mæta á fund nefnd­ar­inn­ar vegna þess að hann var ekki kallaður fyr­ir nefnd­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert