Icesave-umræðu frestað

Þingmenn skoða bréf lögfræðistofunnar Mishcon de Reya á Alþingi í …
Þingmenn skoða bréf lögfræðistofunnar Mishcon de Reya á Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestaði laust fyrir miðnætti umræðu um Icesave-frumvarpið á Alþingi en þá höfðu staðið yfir langar umræður um fundarstjórn forseta þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að hlé yrði gert á þingfundinum og kallaður saman fundur flokksformanna til að fjalla um framhaldið.

Gert var ráð fyrir því í dag, að umræðunni um Icesave-frumvarpið lyki í kvöld og að þingfundur hæfist klukkan 10 í fyrramálið. Þá myndu fulltrúar flokkanna halda stuttar ræður en síðan yrðu greidd atkvæði um einstakar greinar frumvarpsins og breytingar- og frávísunartillögur.

Nú hefur verið boðað til þingfundar klukkan 10:30 og þar verður fyrst kosin 9 manna þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan verður umræðu um Icesave-frumvarpið haldið áfram. Enn voru 9 þingmenn á mælendaskrá þegar þingforseti sleit fundinum í kvöld. Ætlunin var að fjárlaganefnd fundaði kl. 24:30 og aftur klukkan átta í fyrramálið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka