Icesave-umræðu lýkur í kvöld

Samkomulag liggur fyrir um að ljúka þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið í kvöld. Munu forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna taka til máls klukkan 20 og síðan verður atkvæðagreiðsla í kjölfarið.

Þetta var niðurstaða fundar forseta Alþingis með formönnum flokkanna.

Enn standa yfir umræður um fundarstjórn forseta þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hvetja til þess að fundi verði frestað svo tími gefist til að fara betur yfir ýmis ný gögn í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert