Skautasvell á Tjörninni

Skautasvell hefur verið útbúið á Tjörninni í Reykjavík.
Skautasvell hefur verið útbúið á Tjörninni í Reykjavík. mbl.is/Reykjavíkurborg

Útbúið hefur verið skautasvell á Reykjavíkurtjörn eftir að óskir bárust frá íbúum, enda viðrar nú vel og útlit er fyrir kalt og bjart veður næstu daga. Nú strax eftir hádegið verður svæðið stækkað, en farið verður yfir með snjóblásara.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er ísinn traustur á þeim stað sem hreinsað hefur verið. Um miðjan dag í gær var frosið 10- 20 sentimetra niður.

Þá verður  vesturendi Rauðavatns  skafinn nú eftir hádegið þannig að síðdegis í dag ætti að vera hægt að skauta þar. Þá verður einnig skafin braut fyrir hestamenn frá göngum undir Suðurlandsveg yfir vatnið til norðurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert