Spáð góðu flugeldaveðri

Sjálfvirkt spákort Veðurstofunnar frá miðnætti sýnir skýjað veður um allt …
Sjálfvirkt spákort Veðurstofunnar frá miðnætti sýnir skýjað veður um allt land. Veðurstofa Íslands

Horfur eru á hægviðri á landinu á gamlárskvöld. Spáð er mjög hægri norðvestanátt á höfuðborgarsvæðinu. Líklega verður skýjað, en óvíst hve mikið, að sögn Árna Sigurðssonar veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Það eru því horfur á góðu flugeldaveðri en óvíst að verði stjörnubjart.

Spáð er frosti, ef til vill -2°C til -3°C í höfuðborginni og nágrenni. Kaldara verður inn til landsins. Reikna má með bjartviðri á suðausturlandi og þar gæti orðið léttskýjað og kalt. Það verður helst út við sjóinn sem hætt er við skýjuðu veðri. Hvergi er spáð mikilli úrkomu. 

Mögulega getur komið frostúði eða lítilsháttar snjókoma þar sem vindur stendur af hafi. Horfur eru á að svipað veður haldist áfram inn í nýja árið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert