Steingrímur segist trúa Össuri

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli Alþingis.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagðist á Alþingi í kvöld trúa þeirri full­yrðingu Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, um að hann hefði ekki séð kynn­ingu á stöðu Ices­a­ve-samn­ing­anna, sem lög­fræðistof­an Mis­hcon de Reya seg­ist hafa und­ir­búið fyr­ir Össur í mars.

Í bréfi lög­manns­stof­unn­ar til fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is í dag seg­ir, að stof­an hafi tekið sam­an kynn­ingu fyr­ir Össur í mars og sem hann hafi fengið af­henta í Lund­ún­um 31. mars. Í þeirri kynn­ingu hafi að ósk Svavars Gests­son­ar, for­manns ís­lensku samn­inga­nefnd­ar­inn­ar, ekki verið upp­lýs­ing­ar um það mat lög­manns­stof­unn­ar, að máls­höfðun Íslands gegn breska fjár­mála­eft­ir­lit­inu vegna aðgerða breskra stjórn­valda gegn ís­lensku bönk­un­um haustið 2008, kynni að styrkja stöðu Íslands í Ices­a­ve-viðræðunum.

Össur full­yrti á Alþingi í kvöld, að hann hefði ekki séð þau gögn, sem Mis­hcon de Reya sendi fjár­laga­nefnd Alþing­is í dag, fyrr en í kvöld, þar á meðal þá kynn­ingu sem sögð var ætluð Öss­uri. 

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði Stein­grím á Alþingi í kvöld hvort lög­fræðistof­an eða ut­an­rík­is­ráðherra hefðu rétt fyr­ir sér. Stein­grím­ur sagðist trúa orðum Öss­ur­ar og teldi sig hafa vissu fyr­ir því að það sem hann sagði væri rétt. Meðal ann­ars vegna þess að það út­skýrði hvers vegna Össur kannaðist ekki við það plagg, sem hann hefði átt að sjá, hefði kynn­ing­in fari fram.

„Það benda mjög sterk­ar lík­ur til þess, að lög­fræðistof­una misminni hressi­lega þegar hún full­yrðir að hún hafi kynnt ut­an­rík­is­ráðherra þetta með „glæru­sjói" sem ut­an­rík­is­ráðherra hafði aldrei séð og vissi ekki að væri til," sagði Stein­grím­ur.

Hann sagði einnig ljóst af gögn­um máls­ins, að kynn­ing var fyr­ir­huguð því lög­manns­stof­an var að und­ir­búa hana. Sú kynn­ing hafi hins veg­ar ekki farið fram og það skýri hvers vegna göng­in fund­ust ekki í skjala­safni ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins þegar að þeim var leitað.

Stein­grím­ur lýsti einnig efa­semd­um um það sem kem­ur fram í bréfi lög­fræðistof­unn­ar að Svavar hafi viljað halda til­tekn­um gögn­um leynd­um fyr­ir Öss­uri, yf­ir­manni sín­um.

„Að þrautreynd­ur emb­ætt­ismaður og sendi­herra, sem vænt­an­lega kann þá grund­vall­ar­reglu að ráðherra eigi að sjá allt sem skipt­ir máli, hafi farið að óska eft­ir slíku. Ég á afar erfitt með að trúa því," sagði Stein­grím­ur en sagðist eng­in gögn hafa í hönd­um um þetta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert