Vilja að Svavar verði kallaður fyrir

Þingmenn á Alþingi í gærkvöldi.
Þingmenn á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

For­menn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks – auk annarra þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar – kröfðust þess í gær­kvöldi að Svavar Gests­son, formaður ís­lensku Ices­a­ve-samn­inga­nefnd­ar­inn­ar, yrði kallaður fyr­ir fjár­laga­nefnd og skýrði um­mæli sem birt­ast í bréfi bresku lög­manns­stof­unn­ar Mis­hcon de Reya til fjár­laga­nefnd­ar.

Fjár­laga­nefnd kem­ur sam­an í dag klukk­an 8 til að fjalla frek­ar um gögn­in frá lög­manns­stof­unni. 

Í bréf­inu seg­ir að Svavar hafi farið fram á að leynt yrði gögn­um fyr­ir yf­ir­manni sín­um, Öss­uri Skarp­héðins­syni, ut­an­rík­is­ráðherra. Össur sagði að gott væri að fá upp­lýs­ing­ar um málið, en hann ætti erfitt með að trúa slíku.

Upp­nám varð á þingi eft­ir að bréfið barst en í því seg­ir að í skjöl­um frá lög­manns­stof­unni, sem vant­ar á vefsíðuna www.is­land.is, sé minnst á hugs­an­lega máls­höfðun vegna aðgerða breskra stjórn­valda. Mun þá vera átt við mála­ferli vegna yf­ir­töku breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins, FSA, á Her­ita­ble, bresk­um banka en að fullu í eigu Lands­bank­ans. Bank­inn var með trygg­asta inn­lána­safn Lands­bank­ans og eru eign­ir hans nú um 60 millj­arðar króna fram yfir skuld­ir. Má því heita ör­uggt að all­ar kröf­ur á hend­ur hon­um verði greidd­ar að fullu.

Atriði fjar­lægt úr kynn­ingu

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra staðfesti á Alþingi í gær að hann hefði ekki séð um­rædd gögn fyrr en í gær. Hann tók und­ir með þing­mönn­um að óheppi­legt væri hversu seint gögn­in koma fram.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagði það mis­skiln­ing að eitt­hvað nýtt kæmi fram í gögn­un­um, sum þeirra hefðu verið op­in­ber í marga mánuði, en und­ir öðrum dag­setn­ing­um. Þá breyttu þau ekki inn­taki samn­ing­anna sem til af­greiðslu væru.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, benti hins veg­ar á að þar væri að finna nýj­ar upp­lýs­ing­ar um að ís­lenska ríkið hefði haft sterka laga­lega stöðu til að höfða mál í Bretlandi vegna yf­ir­tök­unn­ar á Her­ita­ble. Það hefði ekki komið fram og hlyti að skipta máli þegar þing­menn greiddu at­kvæði um frum­varpið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert