Wikileaks birtir minnisblað

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. Reuters

Vefurinn Wikileaks hefur birt minnisblað þar sem fjallað er um fund íslenskra embættismanna með fastafulltrúum sjö Evrópuríkja í Brussel í nóvember á síðasta ári. Þar gerðu Íslendingarnir grein fyrir stöðu mála á Íslandi í kjölfar bankahrunsins rúmum mánuði fyrr.

Ekki kemur fram hver skrifar minnisblaðið, en þar kemur m.a. fram að Svíar og Danir sögðust tilbúnir til að styðja Íslendinga verulega fjárhagslega. Það væri hins vegar bundið farsælli lausn á því vandmáli sem uppi væri í samskiptum Íslands og sumra aðildarríkja Evrópusambandsins. Haft er eftir fulltrúa Dana, að Norðurlöndin væru sameiginlega að reyna að finna lausn á þessum IMF pakka, eins og það er orðað en IMF lánið sé hins vegar háð því að Íslendingar virði alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 

Minnisblaðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka