Á síðustu klukkustundum hefur fjölgað hratt þeim sem skrifa undir áskorun til forseta Íslands um að vísa Icesave-frumvarpi í þjóðaratkvæði á vefnum Indefence.is. Sem stendur hafa rúmlega 42 þúsund manns undirritað áskorunina og hefur fjölgað um ríflega 7 þúsund í dag.
Ríkisráðsfundur hefur verið boðaður á Bessastöðum klukkan 10 í fyrramálið samkvæmt hefð en þar á meðal annars að leggja fram til staðfestingar lög sem samþykkt hafa verið á Alþingi, þar á meðal væntanlega Icesve-lögin.
Ráðgert er að afhenda undirskriftirnar á Bessastöðum á morgun.