„Við eigum von á því að verða boðaðir á fund forseta,“ sagði Eiríkur S. Svavarsson, lögfræðingur og einn forsvarsmanna InDefence hópsins, í samtali við mbl.is nú rétt í þessu. Sagðist Eiríkur eiga von á því, úr þessu, að þeir yrðu boðaðir á fund forseta eftir ríkisráðsfundinn sem hefst á Bessastöðum eftir nokkar mínútur.
Kveikt var í rauðum blysum á hlaðinu á Bessastöðum áður en ríkisráðsfundurinn hófst, en fyrir því stóð annar hópur fólks, ótengdur InDefence hópnum. Laust eftir klukkan 10 komu nokkrir tugir manna gangandi eftir heimreiðinni að byggingunum.
Líklegt er að ríkisráðsfundurinn standi í eina til tvær klukkustundir, þó hann gæti vitanlega orðið mun styttri.