Forseti tekur sér frest

Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun. mbl.is/Ómar

Rík­is­ráðsfund­in­um á Bessa­stöðum er nú lokið. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, bar á fund­in­um fram til­lögu um að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, staðfesti með und­ir­skrift Ices­a­ve-lög­in, sem samþykkt voru á Alþingi í gær­kvöldi. 

Ólaf­ur Ragn­ar til­kynnti rík­is­stjórn­inni þá að ekki væri enn liðinn heill sól­ar­hring­ur frá samþykkt lag­anna og þar að auki hygðist hann efna lof­orð um að funda með InD­efence hópn­um áður en niðurstaða yrði kynnt. Sá fund­ur yrði 2. janú­ar. 

Ólaf­ur Ragn­ar tók það fram, þegar hann ávarpaði fjöl­miðlafólk eft­ir fund­inn, að á meðal þess sem hann myndi íhuga áður en hann tæki end­an­lega ákvörðun, væri það að stór hluti þjóðar­inn­ar hefði skrifað und­ir áskor­un til hans vegna máls­ins, einnig hefði hann hlýtt á um­mæli ein­stakra þing­manna í umræðunum um Ices­a­ve málið síðustu daga.

Aðspurður sagði hann að eng­in viðbrögð hefðu orðið hjá ráðherr­um vegna þess­ar­ar ákvörðunar hans og að eng­inn þeirra hefði óskað eft­ir því að taka til máls um það á fund­in­um. 

Nokkr­ir tug­ir mót­mæl­enda var fyr­ir utan Bessastaði og sett­ust nokkr­ir m.a.  á ak­braut­ina fram­an við Bessastaði og reyndu þannig að koma í veg fyr­ir að ráðherra­bíl­ar kæm­ust burt. Lög­regla færði fólkið burt en eng­inn var hand­tek­inn.

Að sögn blaðamanns Morg­un­blaðsins á staðnum er lög­regl­an á staðnum, en þó ekki með mjög mik­inn viðbúnað. Mót­mæl­end­ur sungu einnig ætt­j­arðarlög í morg­un, hrópuðu slag­orð, skutu upp flug­eld­um og kveiktu á blys­um.  Þegar ráðherr­ar komu út úr húsi voru hrópuð að þeim ýmis slag­orð og jafn­vel ókvæðisorð, svo sem „svik­ari“.

Eng­inn ráðherr­anna vildi tjá sig um rík­is­ráðsfund­inn eft­ir að hon­um lauk. Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra sagði, aðspurður hvers vegna ráðherr­ar hefðu verið þung­bún­ir eft­ir fund­inn, að það væri ekki von á því að menn væru glaðbeitt­ir í lok svona erfiðrar viku. 

Mótmælendur settust á akveginn framan við Bessastaði og reyndu þannig …
Mót­mæl­end­ur sett­ust á ak­veg­inn fram­an við Bessastaði og reyndu þannig að hindra ferð ráðherra­bíl­anna. mbl.is/Ó​mar
Mótmælendur á Bessastöðum í morgun.
Mót­mæl­end­ur á Bessa­stöðum í morg­un. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert