Innbrotum fjölgaði um 30%

Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30% árið 2009 samanborið við fyrri ár samkvæmt bráðabirgðatölum, sem lögreglan hefur tekið saman. Samkvæmt þessu voru að meðaltali framin tvö innbrot á heimili á dag og tvö í bíla.

Í tölunum kemur einnig fram, að ríflega þrefalt meira magn maríjúana var tekið árið 2009 samanborið við árið á undan eða um 20 kíló. Tvöfalt meira af  amfetamíni var tekið árið 2009 en árið 2008 eða 10 kg. Svipað magn kókaíns var tekið og árið á undan. Aftur á móti var tekið minna magn af hassi og  e-töflum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert