Kanna möguleika á fundi með InDefence

Bessastaðir á Áltanesi, bústaður forseta Íslands.
Bessastaðir á Áltanesi, bústaður forseta Íslands. Árni Sæberg

Starfs­fólk skrif­stofu for­seta Íslands er nú að kanna hvort hægt sé að koma við fundi með full­trú­um InD­efence hóps­ins, fyr­ir rík­is­ráðsfund­inn sem boðaður hef­ur verið á eft­ir klukk­an tíu. Full­trú­ar InD­efence hafa óskað eft­ir slík­um fundi, til að af­henda þær 45.000 und­ir­skrift­ir sem þegar hafa safn­ast, í áskor­un til for­set­ans um að beita mál­skots­rétti sín­um  í Ices­a­ve-mál­inu.

Ekki hef­ur enn verið gefið svar, en þar sem tím­inn er naum­ur stefna full­trú­ar InD­efence á að mæta að Bessa­stöðum klukk­an hálf­tíu, að sögn Ei­ríks S. Svavars­son­ar lög­fræðings. Þá kem­ur vænt­an­lega í ljós hvort hægt verður að funda fyr­ir rík­is­ráðsfund­inn.

Mest áhersla hef­ur verið lögð á að fá að af­henda for­set­an­um und­ir­skrift­irn­ar áður en hann ger­ir upp hug sinn í mál­inu, end­an­lega, en rík­is­ráðsfund­ur­inn er eitt síðasta skrefið í átt að þeirri niður­stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert