Langskólamenntaðir hafa langflestir vinnu

mbl.is

Þegar þetta er ritað eru 16.245 án vinnu á Íslandi og eru þar af tæp 59%, eða 9.550, karlar.

Staðan er þó ekki jafn slæm og þessar tölur gefa til kynna því um fimmtungur er í hlutastörfum á móti bótum, auk þess sem sumir hafa tekjur en gefa þær ekki upp að því er talið er.

Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að atvinnuleysi í nóvember hafi verið um 8% en 9,1% í apríl, þegar það náði hámarki í kjölfar hrunsins.

Atvinnuleysið er sundurliðað en fram kemur að um 53% þeirra sem voru án vinnu í nóvember höfðu aðeins lokið grunnskólaprófi eða 7.885 af 15.017. Til samanburðar höfðu 2.165 eða 14% lokið iðnnámi, 1.718 eða 11% stúdentsprófi og 2.223 eða 15% háskóla- eða sérnámi, eins og það er skilgreint. Hinir, um 7% atvinnulausra, hafa lokið ýmsu framhaldsskólanámi, vélstjóra- og stýrimannanámi eða tekið verslunarpróf.

Með öðrum orðum: Um 86% atvinnulausra í nóvember höfðu ekki lokið háskóla- eða sérnámi.

Sjá nánar um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert