Undirskriftir yfir 49.000

Rauð blys á Austurvelli.
Rauð blys á Austurvelli. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekk­ert lát á und­ir­skrifta­söfn­un InD­efence sem ætlað er að hvetja for­seta Íslands til að hafna frum­varpi um rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-skuld­bind­ing­unni. Ólaf­ur Elías­son, einn full­trúa InD­efence, seg­ir að áætlað sé að af­henda for­seta Íslands und­ir­skrift­irn­ar laug­ar­dag­inn 2.janú­ar.

„Okk­ur hef­ur verið boðið að af­henda for­seta Íslands und­ir­skrift­irn­ar á laug­ar­dag­inn næst­kom­andi.  Það hyggj­umst við gera með virðulegri at­höfn, sem við hvetj­um alla þjóðina til að taka þátt í með virk­um hætti. Nán­ari upp­lýs­ing­ar verða kynnt­ar á næst­unni, en við leggj­um mikla áherslu á að þessi at­höfn sé hátíðleg­ur fjöl­skyldufund­ur Íslend­inga,“ seg­ir Ólaf­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið. Kór Ind­efence und­ir stjórn Eg­ils Ólafs­son­ar mun syngja tvö ætt­j­arðarlög und­ir tendruðum blys­um. „Und­ir eng­um kring­um­stæðum vilj­um við að fólk komi með skotelda eða stjörnu­ljós. Geymið rauðu skipa­blys­in á gaml­árs­kvöld og mætið með þau á Bessastaði,“ seg­ir Ólaf­ur.

Að sögn Ólafs verður stutt ávarp lesið fyr­ir Ólaf Ragn­ar Gríms­son og í kjöl­farið mun hann fá af­hent­ar und­ir­skrift­irn­ar. „Und­ir­skriftalist­inn verður op­inn þar til Ólaf­ur Ragn­ar annað hvort synj­ar lög­un­um staðfest­ing­ar eða und­ir­rit­ar þau. Við höf­um þó vart und­an við að prenta út und­ir­skrift­ir,“ seg­ir Ólaf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert