Undirskriftum fjölgar stöðugt á vef InDefence þar sem fólk skorar á forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar og ríkisábyrgðin verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls hafa rúmlega 50.500 einstaklingar skrifað undir áskorunina.
Undirskriftirnar verða afhentar forseta Íslands á laugardag, 2. janúar, en hann skrifaði ekki undir lögin í dag þegar ríkisráð Íslands kom saman á Bessastöðum.
Hér er hægt að skrifa undir áskorunina