Stúlka fyrsta barn ársins á Landspítalanum

Frá fæðingardeild Landspítalans. Myndin er úr myndasafni.
Frá fæðingardeild Landspítalans. Myndin er úr myndasafni. mbl.is/Kristinn

Fyrsta barnið sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík á árinu 2010 var stúlka, en barnið kom í heiminn kl. 00:28 í nótt. Móður og barni heilsast vel samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildinni. Ekki hefur fengist staðfest hvort stúlkan sé fyrsta barn ársins.

Á fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri var fyrsta barn ársins einnig stúlka. Hún var 19 merkur og kom í heiminn kl. 7:33. Móður og barni heilsast sömuleiðis vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka