Afhenda forseta undirskriftir

Kveikt var í rauðum blysum við Bessastaði áður en undirskriftirnar …
Kveikt var í rauðum blysum við Bessastaði áður en undirskriftirnar voru afhentar. mbl.is/RAX

Forsvarsmenn samtakanna InDefence eru að afhenda forseta Íslands undirskriftir rúmlega 56 þúsund Íslendinga sem skora á forseta að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Athöfn hófst á Bessastöðum laust eftir klukkan 11 þar sem kór söng ættjarðarlag og kveikt var á rauðum blysum.

Magnús Árni Skúlason, einn af forsvarsmönnum samtakanna, ávarpaði mannfjöldann á tröppum Bessastaða og sagði að það væri ógleymanleg stund að afhenda forseta Íslands undirskriftir fjórðungs kosningabærra manna á Íslandi.

Mannfjöldi er á hlaðinu á Bessastöðum en fólk fór að drífa að um klukkan 10:30.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók á móti InDefence-mönnum í borðstofu Bessastaðaskóla og átti með þeim stuttan fund. 

Forsvarsmenn InDefence afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftalistana.
Forsvarsmenn InDefence afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftalistana. mbl.is/Ómar
Fólk kemur í hlaðið á Bessastöðum.
Fólk kemur í hlaðið á Bessastöðum. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert