Landaði sjö tonnum í Ólafsvík

Gísli Marteinsson, skipstjóri á Glað SH, að landa afla dagsins. …
Gísli Marteinsson, skipstjóri á Glað SH, að landa afla dagsins. Aflanum er landað á fismarkað þar sem mjög gott verð fékks fyrir hann. mynd/Alfons Finsson

Blíðaskapaveður er í dag á Snæfellsnesi og allir smábátar á sjó. Línubáturinn Glaður SH var fyrstur báta að landa á nýu ári í Ólafsvík. Gísli Marteinsson skipstjóri á Glað SH segir aflann mjög góðan.

„Við erum með um sjö tonn á 28 bala, megnið stór og góð ýsa. Það þarf að auka ýsukvótann strax,“ segir Gísli og bætir við að það sé óhemju mikið af ýsu á veiðislóðum bátanna.

„Það er hryllilegt að þurfa að leigja ýsu kílóið á 190 krónur, það er bara ekki hemja hvað kvótaverð hefur rokið upp úr öllu valdi, og ég skora á sjávarútvegsráðherra að auka kvótann strax, svo leiguverð lækki nú aðeins,“ segir Gísli í samtali við mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert