Margir hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum

Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatnsuppgufun, þá koltvísýringur (CO2), köfnunarefnistvíildi (NO2), og …
Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatnsuppgufun, þá koltvísýringur (CO2), köfnunarefnistvíildi (NO2), og metangas. Reuters

Ríflega 40% svarenda í Þjóðarpúlsi Gallup hafa miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum en tæplega 27% sögðust litlar áhyggjur hafa. Þriðjungur hefur hvorki miklar né litlar áhyggjur af   hækkun á hitastigi jarðar.

Konur hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum en karlar og eins eru áhyggjur af loftslagsbreytingum meiri hjá fólki sem er 50 ára eða eldra en þeim sem yngri eru. Eins hafa stuðningsmenn stjórnarflokkanna meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum en stuðningsmenn annarra flokka.

Þegar kemur að fullyrðingunni um að hækkun á hitastigi jarðar hafi nú  þegar alvarleg áhrif á því svæði sem svarendur búa á eru 36% sammála fullyrðingunni sem er örlítið hærra hlutfall en í júlí 2007 þegar 33% voru sammála henni. Um 15% hafa ekki gripið til neinna ráðstafana á sínu heimili til að vernda umhverfið. 69% endurvinna eða takmarka losun á sorpi, 45% takmarka notkun á úða og sama hlutfall sparar orku á heimilinu.
Um 27% takmarka notkun á einkabíl,
fjórðungur fer sparlega með rafhlöður og
18% spara vatn á heimili sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert