Fólk hefur safnast saman við Bessastaði þar sem undirskriftir 56.089 Íslendinga verða afhentar forseta Íslands á eftir. Samtökin InDefence, sem stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni, hvöttu fólk til að koma á Bessastaði.
Talsvert kalt er í veðri, um 8 stiga frost, en bjart og stillt. Fólkið, sem kemur að Bessastöðum, er á öllum aldri og var að mati blaðamanns mbl.is á staðnum nokkur hundruð talsins þegar klukkan nálgaðist 11.