Forsetinn leiti álits lögmanna

Undirskriftir voru afhentar forseta í gær og mótmælt var með …
Undirskriftir voru afhentar forseta í gær og mótmælt var með neyðarblysum. mbl.is/RAX

Forseti Íslands á að nýta þann tíma sem hann tekur sér til umhugsunar vegna undirritunar Icesave-samningana og leiti álits erlendra lögmanna á innihaldi þeirra. Með því ætti forsetanum að verða ljóst að samningarnir eru algjörlega óviðunandi fyrir Íslendinga. 

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks. 

Ákvörðunar forseta Ísalands í Icesave-málinu er nú hvarvetna beðið. Enn hefur ekkert verið gert uppskátt um hver viðbrögð forseta í málinu og hvaða afstöðu hann tekur til afstöðu 56 þúsund Íslendinga sem í undirskriftasöfnun Indefence skoruðu á forseta að synja nýjum Icesave lögum staðfestinga.

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segist treysta því að forseti Íslands hlusti á vilja stórs hluta þjóðarinnar og neiti að skrifa undir Icesave-lögin. Í fyrrasumar hafi ríkisstjórnin ákveðið að ganga til aðildarviðræðna um inngöngu Íslands í ESB sem sé umdeilt mál sem hafi klofið þjóðina. Með því að neita undirskrift laganna nú geti forsetinn hins vegar sameinað þjóðina að baki sér. Eðli embættisins sé að vera sameiningartákn og mikilvægt að svo sé í raun, í þeim erfiðleikum sem þjóðin þurfi nú að kjást við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert