Iceslave safna 800 þúsundum

Nokkur hundruð manns hafa gefið samanlagt 800 þúsund krónur til að reisa minnisvarða um þá þingmenn sem samþykktu Icesave-frumvarpið.

Að sögn Sigríðar Andersen, sem fer fyrir Iceslave-hópnum sem staðið hefur að söfnuninni, stendur leit yfir að listamanni til að hanna minnisvarðann. Viðkomandi listamaður muni ákveða í hvaða formi minnisvarðinn verður, og eins taka þátt í að ákveða hvar hann verður staðsettur. Helst sé litið til opinberra svæða í miðborg Reykjavíkur. „En það koma auðvitað önnur sveitarfélög til greina líka." 

Sigríður segir að skrifi forsetinn undir lögin verður nafn hans einnig á minnisvarðanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert