Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli

Kveikt var á rauðum neyðarblysum við Bessastaði gær þegar undirskriftirnar …
Kveikt var á rauðum neyðarblysum við Bessastaði gær þegar undirskriftirnar voru afhentar. mbl.is/RAX

Undirskriftasöfnun samtakanna InDefence gegn Icesave-lögunum og fresturinn, sem forseti Íslands hefur tekið sér áður en hann tekur afstöðu til laganna, hefur vakið mikla athygli á Bretlandi og Norðurlöndunum.

Allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi hafa sagt frá málinu um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC hefur m.a. eftir Magnúsi Árna Skúlasyni, einum af forsvarsmönnum InDefence. að þeir hafi átt jákvæðan fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.

„Vextirnar af Icesave-skuldbindingunum nægja til þess að reka íslenska heilbrigðiskerfið í hálft ár," segir Magnús Árni.

BBC hefur eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að betra sé að staðfesta lögin en hafna þeim því það muni koma í veg fyrir meira efnahagstjón en þegar er orðið.  

Frétt BBC

Frétt ABC

Grein í Huffington Post

Frétt Xinhua

Frétt Jótlandspóstsins

Frétt E24

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert