Borgin hirðir ekki jólatrén

Reykjavíkurborg mun ekki bjóða upp á gjaldfría jólatrjáhirðu í ár líkt og verið hefur heldur þurfa íbúar sjálfir að sjá um að koma trjánum í Sorpu, eða borga íþróttafélögum og gámaþjónustum fyrir að sækja þau.

Búast má við því að kostnaður vegna slíkrar þjónustu verði um 800 – 1000 krónur en áætlaður sparnaður Reykjavíkurborgar vegna þessa er 13 – 15 milljónir.

Íþróttafélögin sem verða í samvinnu við Íslenska gámafélagið hyggjast nota verkefnið til fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Þau munu fara um hverfi borgarinnar með kerrur og bjóða fólki að flytja trén í endurvinnslu gegn gjaldi. Þá verður Gámaþjónustan í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur og mun gróðursetja eitt jólatré í Heiðmörk fyrir hvert tré sem hún sér um að hirða gegn gjaldi.

Nánari upplýsingar um trjáhirðuna má finna á vefsíðum þeirra sem að verkefninu koma, s.s. www.gamur.is, www.gamar.is, www.sorpa.is og www.reykjavik.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert