Í bréfi sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð barst fyrir jól, kom fram að finna þyrfti leið til þess að segja yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar upp störfum.
Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að bréfið barst frá heilbrigðisráðuneytinu skömmu fyrir jól en þar komu fram tillögur tveggja sálfræðinga, sem höfðu gert úttekt á starfsemi stofnunarinnar.
Yfirlækninum var sagt upp störfum fyrir áramótin.