Flugeldasala gekk misvel

mbl.is/Ómar

„Flug­elda­söl­unni er ekki lokið því þrett­ánd­inn er ennþá eft­ir,“ seg­ir Ólöf Snæhólm Bald­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar innt eft­ir því hvernig flug­elda­sal­an fyr­ir ára­mót­in gekk hjá björg­un­ar­sveit­un­um. „En sal­an gekk nokkuð vel fyr­ir ára­mót­in og það er mjög gott hljóð í fólk­inu á sölu­stöðunum.“

Hún seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar fjár­hags­lega sjálf­stæðar ein­ing­ar og því sé ekki vitað hvenær end­an­leg­ar sölu­töl­ur liggi fyr­ir. „Ég hef heyrt að sal­an hafi gengið bet­ur en í fyrra, og að aukn­ing­in nemi kannski um 10 pró­sent­um. Það er í raun­inni fram­ar okk­ar von­um.“

Hún seg­ist ekki vita hvort sal­an hafi verið svona góð vegna þess að al­mennt hafi verið keypt meira af flug­eld­um nú en í fyrra eða vegna þess að fólk hafi frek­ar beint viðskipt­um sín­um til hjálp­ar­sveit­anna frem­ur en annarra. „Við finn­um þó vel fyr­ir því að fólk vill styðja björg­un­ar­sveit­irn­ar.“

Ekki liggja sölu­töl­ur fyr­ir hjá þeim íþrótta­fé­lög­um sem haft var sam­band við. Krist­inn R. Jóns­son fram­kvæmda­stjóri Fram seg­ir þó að held­ur hafi selst minna af flug­eld­um í ár en áður. Jón­as Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri KR, seg­ir söl­una hafa gengið þokka­lega og hún hafi verið svipuð og á síðasta ári. „Við erum bara ánægðir með að fólk skuli skila sér til íþrótta­fé­lag­anna líka því sum­ir fá meira pláss en aðrir í þess­ari um­fjöll­un.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert