Ólafur Ragnar Grímsson átti í gær fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, á Bessastöðum. Fundirnir voru sitt í hvoru lagi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en ekki hefur verið upplýst um efni fundanna. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa ekki verið boðaðir til slíkra funda.
Enn er beðið eftir því hvort forseti Íslands staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar sem meirihluti þingmanna samþykkti á Alþingi í síðustu viku. Samkvæmd dagskrá forsetans í þessari viku átti hann að halda utan til Indlands á miðvikudag.