Icesave-samkomulag mikilvægt

Alistair Darling.
Alistair Darling. Reuters

Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands, seg­ir við Dow Jo­nes frétta­stof­una, að það sé afar mik­il­vægt, að ís­lensk stjórn­völd staðfesti sam­komu­lag við Breta og Hol­lend­inga um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hef­ur enn ekki tekið af­stöðu til þess hvort hann staðfest­ir lög um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-skuld­bind­ing­anna. En Darling, sem svaraði spurn­ing­um um málið eft­ir blaðamanna­fund í Lund­ún­um í morg­un, hvatti for­set­ann til að staðfesta lög­in.

„Ég tel það mjög mik­il­vægt," sagði Darling og bætti við að það muni gera hlut­ina mun erfiðari ef lög­in verða ekki staðfest.  „Við höf­um varið mörg­um mánuðum á mjög ár­ang­urs­rík­um fund­um með ís­lensk­um stjórn­völd­um til að tryggja að við fáum féð greitt til baka," sagði Darling. 

Hann sagðist gera sér grein fyr­ir því, að ís­lensk stjórn­völd hafi mætt and­byr heima­fyr­ir vegna þess­ar­ar lög­gjaf­ar.  „Ég vil segja við Íslend­inga, að ég veit að þetta er erfitt en þeir verði að gera sér grein fyr­ir því, að breska rík­is­stjórn­in þurfti að fást við afar erfiða stöðu þarlendra spari­fjár­eig­enda sem áttu inn­eign­ir á ís­lensk­um banka­reikn­ing­um... Við för­um fram á að fá bætt­an skaðann en  lengd greiðslu­tíma­bils­ins er sann­gjörn." 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert