Kann að hafa skaðað Ísland

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

Töfin á málsmeðferðinni í Icesave kann að hafa tafið endurreisn Íslands, að mati Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, sem tekur ekki afstöðu til þess hvort biðin á afgreiðslu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, hafi orðið til að skaða hagsmuni Íslands erlendis.

Dagur segir erfitt að meta áhrifin af þeirri töf sem hlotist hafi af umþóttunartíma forsetans, sem fékk Icesave-lögin til afgreiðslu á gamlársdag.

„Ég treysti mér ekki til að meta það. Hins vegar getur vel verið að Icesave-málið í heild sinni og sá dráttur sem hefur orðið á niðurstöðu í því hafi skaðað okkur. Og ég held að sá dráttur hafi ekki verið góður fyrir aðra þætti í endurreisninni og þess vegna er mjög mikilvægt að ná niðurstöðu í þessu máli,“ segir Dagur B. Eggertsson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert