Kann að hafa skaðað Ísland

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

Töf­in á málsmeðferðinni í Ices­a­ve kann að hafa tafið end­ur­reisn Íslands, að mati Dags B. Eggerts­son­ar, vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem tek­ur ekki af­stöðu til þess hvort biðin á af­greiðslu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, hafi orðið til að skaða hags­muni Íslands er­lend­is.

Dag­ur seg­ir erfitt að meta áhrif­in af þeirri töf sem hlot­ist hafi af umþótt­un­ar­tíma for­set­ans, sem fékk Ices­a­ve-lög­in til af­greiðslu á gaml­árs­dag.

„Ég treysti mér ekki til að meta það. Hins veg­ar get­ur vel verið að Ices­a­ve-málið í heild sinni og sá drátt­ur sem hef­ur orðið á niður­stöðu í því hafi skaðað okk­ur. Og ég held að sá drátt­ur hafi ekki verið góður fyr­ir aðra þætti í end­ur­reisn­inni og þess vegna er mjög mik­il­vægt að ná niður­stöðu í þessu máli,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert