Loftmengun yfir mörkum

mbl.is/Kristinn

Styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíða (NO2) í and­rúms­loft­inu hef­ur þegar farið einu sinni yfir mörk í Reykja­vík á þessu ári. Að sögn um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs borg­arin­ar eru lík­ur eru á að svo verði á ný í dag og á morg­un. Þeir sem eru viðkvæm­ir í önd­un­ar­fær­um geta fundið fyr­ir ein­kenn­um á dög­um eins og þess­um. 

Um­hverf­is­svið seg­ir, að á logn­blíðum vetr­ar­dög­um í Reykja­vík mynd­ist slör af menguðu lofti yfir borg­inni og þá fari magn köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs á sól­ar­hring stund­um yfir viðmiðun­ar­mörk­in, sem 75 míkró­grömm á rúm­metra.

Sam­kvæmt reglu­gerð má NO2 ein­ung­is fara sjö sinn­um yfir heilsu­vernd­ar­mörk á ári. Styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs um miðjan dag voru að meðaltali 70 míkró­grömm á rúm­metra við Grens­ás­veg en við Miklu­braut og Stakka­hlíð 61 míkró­grömm á rúm­metra.

Upp­tök NO2 meng­un­ar í Reykja­vík eru fal­in í út­blæstri frá bif­reiðum. Aðferðin til að draga úr loft­meng­un á borð við þessa er því sú að draga úr notk­un einka­bíls­ins og velja aðrar leiðir til að fara á milli staða, s.s. ganga, hjóla og nota al­menn­ings­sam­göng­ur. Mik­il­vægt er að bif­reiðar standi ekki í lausa­gangi að óþörfu.

Áfram er spáð hægu veðri og því má bú­ast við háum NO2 töl­um áfram. Meng­un er lík­leg­ust til að fara yfir mörk­in við mikl­ar um­ferðargöt­ur. Viðbragðsteymi á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar um bætt loft­gæði met­ur til hvaða aðgerða þarf að gripa hverju sinni ef loft­gæði eru lé­leg eða ef spár benda til þess. Það legg­ur síðan fram til­lög­ur í sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert