Loftmengun yfir mörkum

mbl.is/Kristinn

Styrkur köfnunarefnisdíoxíða (NO2) í andrúmsloftinu hefur þegar farið einu sinni yfir mörk í Reykjavík á þessu ári. Að sögn umhverfis- og samgöngusviðs borgarinar eru líkur eru á að svo verði á ný í dag og á morgun. Þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum geta fundið fyrir einkennum á dögum eins og þessum. 

Umhverfissvið segir, að á lognblíðum vetrardögum í Reykjavík myndist slör af menguðu lofti yfir borginni og þá fari magn köfnunarefnisdíoxíðs á sólarhring stundum yfir viðmiðunarmörkin, sem 75 míkrógrömm á rúmmetra.

Samkvæmt reglugerð má NO2 einungis fara sjö sinnum yfir heilsuverndarmörk á ári. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs um miðjan dag voru að meðaltali 70 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg en við Miklubraut og Stakkahlíð 61 míkrógrömm á rúmmetra.

Upptök NO2 mengunar í Reykjavík eru falin í útblæstri frá bifreiðum. Aðferðin til að draga úr loftmengun á borð við þessa er því sú að draga úr notkun einkabílsins og velja aðrar leiðir til að fara á milli staða, s.s. ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Mikilvægt er að bifreiðar standi ekki í lausagangi að óþörfu.

Áfram er spáð hægu veðri og því má búast við háum NO2 tölum áfram. Mengun er líklegust til að fara yfir mörkin við miklar umferðargötur. Viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar um bætt loftgæði metur til hvaða aðgerða þarf að gripa hverju sinni ef loftgæði eru léleg eða ef spár benda til þess. Það leggur síðan fram tillögur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka