Mikil stækkun fyrirhuguð

Sverrir Vilhelmsson

Hugmyndir eru uppi um að stækka verksmiðju Actavis á Íslandi um helming. Í dag getur verksmiðjan framleitt tæpan milljarð taflna á ári, en eftir fyrirhugaðar breytingar verður framleiðslugetan 1,5 milljarðar taflna.

„Verksmiðjan hér á landi er alveg fullnýtt,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, aðstoðarforstjóri Actavis Group. Hún telur góðar líkur á að af áðurnefndri stækkun verði og að henni ljúki á þessu ári. Endanleg ákvörðun verði að líkindum tekin innan nokkurra vikna.

Hjá Actavis á Íslandi starfa um 580 manns, en samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækisins er tæplega 11 þúsund í 40 löndum. Stærsti hluti starfsmanna fyrirtækisins hér á landi fæst við þróun samheitalyfja, en um 160 manns starfa í verksmiðjunni, sem er í Hafnarfirði.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert