„Það er ekki eftir neinu að bíða“

Búast má við að Framtakssjóðurinn ráðist í nýfjárfestingar á komandi …
Búast má við að Framtakssjóðurinn ráðist í nýfjárfestingar á komandi mánuðum. Hann verður starfræktur í sjö ár. Á fyrsta rekstrarárinu verða innkölluð allt að 40% af þátttökuloforðum lífeyrissjóðanna. Ómar Óskarsson

,,Þetta fer allt vel af stað. Það er ekki eft­ir neinu að bíða og við tök­um þetta bara með krafti,“ seg­ir Ágúst Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður Fram­taks­sjóðs Íslands, nýja fjár­fest­ing­ar­sjóðs líf­eyr­is­sjóðanna, sem stofnaður var í sein­asta mánuði. „Við stefn­um að því að við verðum kom­in í gang mjög fljót­lega í janú­ar.“

16 líf­eyr­is­sjóðir standa að sjóðnum og hafa skuld­bundið sig til að leggja hon­um til 30 millj­arða kr. í hluta­fé. Enn er opið fyr­ir skrán­ingu hluta­fjár í sjóðinn svo ekki er úti­lokað að fleiri eigi eft­ir að bæt­ist í hóp­inn og gefa fjár­fest­ing­ar­loforð.

For­svars­menn líf­eyr­is­sjóða sem rætt var við virðast ekki í vafa um að sjóður­inn muni strax á fyrstu mánuðum nýs árs láta til sín taka við end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins. Fjár­fest­ing­ar­stefn­an eigi að liggja fyr­ir fljót­lega og um miðjan janú­ar ættu líf­eyr­is­sjóðirn­ir að vera bún­ir að ganga frá skip­an í 12 manna ráðgjaf­aráð, sem fer yfir fjár­fest­ing­ar­mark­mið stjórn­ar.

Stjórn­end­ur sjóðsins búa sig und­ir að marg­ir muni leita eft­ir þátt­töku sjóðsins og fyr­ir­spurn­ir eru farn­ar að ber­ast.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um Fram­taks­sjóðinn og mögu­leika hans í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert