„Það er ekki eftir neinu að bíða“

Búast má við að Framtakssjóðurinn ráðist í nýfjárfestingar á komandi …
Búast má við að Framtakssjóðurinn ráðist í nýfjárfestingar á komandi mánuðum. Hann verður starfræktur í sjö ár. Á fyrsta rekstrarárinu verða innkölluð allt að 40% af þátttökuloforðum lífeyrissjóðanna. Ómar Óskarsson

,,Þetta fer allt vel af stað. Það er ekki eftir neinu að bíða og við tökum þetta bara með krafti,“ segir Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, nýja fjárfestingarsjóðs lífeyrissjóðanna, sem stofnaður var í seinasta mánuði. „Við stefnum að því að við verðum komin í gang mjög fljótlega í janúar.“

16 lífeyrissjóðir standa að sjóðnum og hafa skuldbundið sig til að leggja honum til 30 milljarða kr. í hlutafé. Enn er opið fyrir skráningu hlutafjár í sjóðinn svo ekki er útilokað að fleiri eigi eftir að bætist í hópinn og gefa fjárfestingarloforð.

Forsvarsmenn lífeyrissjóða sem rætt var við virðast ekki í vafa um að sjóðurinn muni strax á fyrstu mánuðum nýs árs láta til sín taka við endurreisn atvinnulífsins. Fjárfestingarstefnan eigi að liggja fyrir fljótlega og um miðjan janúar ættu lífeyrissjóðirnir að vera búnir að ganga frá skipan í 12 manna ráðgjafaráð, sem fer yfir fjárfestingarmarkmið stjórnar.

Stjórnendur sjóðsins búa sig undir að margir muni leita eftir þátttöku sjóðsins og fyrirspurnir eru farnar að berast.

Sjá nánari umfjöllun um Framtakssjóðinn og möguleika hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert